Hér eru nokkur efni og kröfur sem falla undir ISO 1700
ISO 17100-staðallinn fyrir þýðingaþjónustu
Í alþjóðlega staðlinum ISO 17100 eru settar fram kröfur um alla þætti þýðingarferlis sem hafa bein áhrif á gæði þýðingaþjónustu og framkvæmd hennar. Í staðlinum er lögð áhersla á atriði á borð við menntun og hæfi þýðenda og yfirlesara, nauðsyn yfirlesturs af öðrum en þýðandanum sjálfum ásamt tæknilegum ráðstöfunum og þjónustuferli með það fyrir augum að tryggja samfelld gæði þegar kemur að þjónustu á sviði þýðinga.
Staðallinn tók við af fyrri staðli fyrir þýðingaþjónustu, EN 15038, árið 2015.
Á meðal helstu atriða sem fjallað er um í ISO 17100-staðlinum:
Umfang
Staðallinn á við um þýðingaþjónustu og skilgreinir lykilferli, tilföng og aðra þætti sem nauðsynlegir eru til að veita vandaða þjónustu sem uppfyllir viðkomandi skilyrði.
Kröfur um starfsfólk
ISO 17100-staðallinn tilgreinir hæfniviðmið fyrir þýðendur, yfirlesara (sem lesa yfir þýðingarnar) og annað lykilstarfsfólk sem kemur að þýðingarferlinu. Til að mynda er gerð krafa um starfshæfni þýðenda sem felur í sér færni í þýðingum, máltilfinningu og ritfærni á frummáli og markmáli, færni í að leita upplýsinga, menningarlæsi, tækniþekkingu og þekkingu á sviði viðkomandi þýðingar.
Starfshæfni þýðenda
Í ISO 17100-staðlinum er lögð áhersla á mikilvægi starfshæfni og starfsþróunar fyrir starfsfólk í þýðingaþjónustu. Í honum eru sett fram hæfniviðmið fyrir þýðendur þar sem uppfylla þarf minnst tvö af eftirfarandi þremur skilyrðum:
a) viðurkennt framhaldsnám í þýðingum frá æðri menntastofnun,
b) viðurkennt framhaldsnám á öðru sviði frá æðri menntastofnun auk tveggja ára starfsreynslu í fullu starfi sem þýðandi,
c) fimm ára starfsreynsla í fullu starfi sem þýðandi.
Starfshæfni yfirlesara
Í ISO 17100-staðlinum er fjallað um ákveðin hlutverk og hæfni fyrir aðila sem koma að þýðingarferlinu, með sérstaka áherslu á yfirlesara og prófarkalesara, til að tryggja gæði þýðingaþjónustu. Yfirlesarar bera saman frumtexta og marktexta til að tryggja að þýðingin sé rétt og nákvæm og til að leiðrétta villur og ósamræmi. Samkvæmt staðlinum þurfa yfirlesarar að búa yfir tiltekinni starfshæfni.
Prófarkalesurum er svo ætlað að meta hversu vel endanlega þýðingin fellur að fyrirhuguðum tilgangi hennar og mæla með úrbótum. Færni þeirra miðast meira við marktextann og hversu vel hann samræmist kröfum viðskiptavinarins og væntingum markhópsins.
Munurinn á yfirlesurum og prófarkalesurum í ISO 17100-staðlinum er til marks um mikilvægi margþætts gæðaeftirlits í þýðingaþjónustu, þar sem hver þáttur stuðlar að því að lokaafurðin sé nákvæm, við hæfi og í samræmi við þarfir og væntingar viðskiptavinarins.
Þýðingarferlið
Í staðlinum eru tilgreind mismunandi skref í þýðingarferlinu, þar á meðal þýðing, upplýsingaleit, yfirlestur, prófarkalestur, og lokayfirferð til að tryggja gæði og nákvæmni.
Samskipti viðskiptavinar og þjónustuaðila á sviði þýðinga
ISO 17100 tilgreinir einnig kröfur um samskipti við viðskiptavini og verkefnastjórnun til að tryggja að þýðingaþjónustan sé í samræmi við þarfir viðskiptavinarins, þar á meðal hvað varðar verklag við fyrirspurnir á meðan verkefnið stendur yfir.
Tæknileg úrræði
Hvatt er til notkunar á viðeigandi tækni og hugbúnaði til að styðja við og bæta þýðingarferlið.
Gæðastjórnunarkerfi
Í ISO 17100-staðlinum er ekki gerð krafa um tiltekin gæðastjórnunarkerfi en þó er lögð áhersla á mikilvægi þess að verkferlar um gæðaeftirlit fyrir þýðingaverkefni séu til staðar og þeim sé fylgt.
Trúnaður og gagnaöryggi
Í staðlinum eru ákvæði til að tryggja trúnað og öryggi upplýsinga í þýðingarferlinu.
ISO 17100-staðallinn sýnir viðskiptavinum fram á að fyrirtæki fylgi alþjóðlega viðurkenndum gæðastöðlum og stuðlar að samkvæmni og áreiðanleika hvað varðar gæði þýðingaþjónustu.
ISO 17100-staðallinn fyrir þýðingaþjónustu
Í alþjóðlega staðlinum ISO 17100 eru settar fram kröfur um alla þætti þýðingarferlis sem hafa bein áhrif á gæði þýðingaþjónustu og framkvæmd hennar. Í staðlinum er lögð áhersla á atriði á borð við menntun og hæfi þýðenda og yfirlesara, nauðsyn yfirlesturs af öðrum en þýðandanum sjálfum ásamt tæknilegum ráðstöfunum og þjónustuferli með það fyrir augum að tryggja samfelld gæði þegar kemur að þjónustu á sviði þýðinga.
Staðallinn tók við af fyrri staðli fyrir þýðingaþjónustu, EN 15038, árið 2015.
Á meðal helstu atriða sem fjallað er um í ISO 17100-staðlinum:
Umfang: Staðallinn á við um þýðingaþjónustu og skilgreinir lykilferli, tilföng og aðra þætti sem nauðsynlegir eru til að veita vandaða þjónustu sem uppfyllir viðkomandi skilyrði.
Kröfur um starfsfólk: ISO 17100-staðallinn tilgreinir hæfniviðmið fyrir þýðendur, yfirlesara (sem lesa yfir þýðingarnar) og annað lykilstarfsfólk sem kemur að þýðingarferlinu. Til að mynda er gerð krafa um starfshæfni þýðenda sem felur í sér færni í þýðingum, máltilfinningu og ritfærni á frummáli og markmáli, færni í að leita upplýsinga, menningarlæsi, tækniþekkingu og þekkingu á sviði viðkomandi þýðingar.
Starfshæfni þýðenda: Í ISO 17100-staðlinum er lögð áhersla á mikilvægi starfshæfni og starfsþróunar fyrir starfsfólk í þýðingaþjónustu. Í honum eru sett fram hæfniviðmið fyrir þýðendur þar sem uppfylla þarf minnst tvö af eftirfarandi þremur skilyrðum:
a) viðurkennt framhaldsnám í þýðingum frá æðri menntastofnun,
b) viðurkennt framhaldsnám á öðru sviði frá æðri menntastofnun auk tveggja ára starfsreynslu í fullu starfi sem þýðandi,
c) fimm ára starfsreynsla í fullu starfi sem þýðandi.
Starfshæfni yfirlesara:
Í ISO 17100-staðlinum er fjallað um ákveðin hlutverk og hæfni fyrir aðila sem koma að þýðingarferlinu, með sérstaka áherslu á yfirlesara og prófarkalesara, til að tryggja gæði þýðingaþjónustu. Yfirlesarar bera saman frumtexta og marktexta til að tryggja að þýðingin sé rétt og nákvæm og til að leiðrétta villur og ósamræmi. Samkvæmt staðlinum þurfa yfirlesarar að búa yfir tiltekinni starfshæfni.
Prófarkalesurum er svo ætlað að meta hversu vel endanlega þýðingin fellur að fyrirhuguðum tilgangi hennar og mæla með úrbótum. Færni þeirra miðast meira við marktextann og hversu vel hann samræmist kröfum viðskiptavinarins og væntingum markhópsins.
Munurinn á yfirlesurum og prófarkalesurum í ISO 17100-staðlinum er til marks um mikilvægi margþætts gæðaeftirlits í þýðingaþjónustu, þar sem hver þáttur stuðlar að því að lokaafurðin sé nákvæm, við hæfi og í samræmi við þarfir og væntingar viðskiptavinarins.
Þýðingarferlið: Í staðlinum eru tilgreind mismunandi skref í þýðingarferlinu, þar á meðal þýðing, upplýsingaleit, yfirlestur, prófarkalestur, og lokayfirferð til að tryggja gæði og nákvæmni.
Samskipti viðskiptavinar og þjónustuaðila á sviði þýðinga: ISO 17100 tilgreinir einnig kröfur um samskipti við viðskiptavini og verkefnastjórnun til að tryggja að þýðingaþjónustan sé í samræmi við þarfir viðskiptavinarins, þar á meðal hvað varðar verklag við fyrirspurnir á meðan verkefnið stendur yfir.
Tæknileg úrræði: Hvatt er til notkunar á viðeigandi tækni og hugbúnaði til að styðja við og bæta þýðingarferlið.
Gæðastjórnunarkerfi: Í ISO 17100-staðlinum er ekki gerð krafa um tiltekin gæðastjórnunarkerfi en þó er lögð áhersla á mikilvægi þess að verkferlar um gæðaeftirlit fyrir þýðingaverkefni séu til staðar og þeim sé fylgt.
Trúnaður og gagnaöryggi: Í staðlinum eru ákvæði til að tryggja trúnað og öryggi upplýsinga í þýðingarferlinu.
ISO 17100-staðallinn sýnir viðskiptavinum fram á að fyrirtæki fylgi alþjóðlega viðurkenndum gæðastöðlum og stuðlar að samkvæmni og áreiðanleika hvað varðar gæði þýðingaþjónustu.