Þýðingar.is | Badge check

Auk þýðinga með yfirlestri og prófarkalestri (þriggja þrepa þýðingar) bjóðum við m.a. upp á vélþýðingar með og án yfirlesturs, sértækar orðabækur og gæðaprófanir. Sjálfvirkni og einfaldara verkferli er einnig ætlað að tryggja áreiðanleika þjónustunnar og halda kostnaði í lágmarki þar sem hægt er. Þýðingar.is hefur yfir að ráða stærsta teymi innanhússþýðenda á íslensku, auk þess sem fyrirtækið er í samstarfi við fjölmarga þýðendur og þýðingastofur um allan heim sem uppfylla stranga gæðastaðla þess. Þýðingar.is er í eigu Skopos ehf.

Við erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur texta, hvort heldur er þýðingum, yfirlestri eða textaskrifum. Fjölmargir innlendir og erlendir viðskiptavinir treysta okkur reglulega fyrir eftirfarandi þjónustu:

Þýðingar | Yfirlestur | Löggild þýðing | Þýðandi | Þýðingar.is

Þýðing

Þýðingar snúast einfaldlega um að færa texta á einu tungumáli yfir á annað án þess að merking hans glatist og ná þannig til fólks sem hefur þýdda textann að móðurmáli. Þýðingar henta m.a. fyrir:

  • Samninga
  • Innri skjöl
  • Handbækur
  • Suma markaðstexta
Þýðingar.is - Örugg skjöl - Afritun Gagna

Staðfæring

Staðfæring snýst um að færa texta á einu tungumáli yfir á annað og laga hann jafnframt að menningu og venjum þess svæðis þar sem nota á textann. Í staðfæringu hefur sá sem vinnur með textann þess vegna yfirleitt meira frjálsræði þegar kemur að marktextanum. Staðfæring hentar fyrir:

  • Markaðstexta
  • Vefsvæði
  • Færslur á samfélagsmiðlum
  • Auglýsingar í prentmiðlum
  • Skjöl sem ætluð eru viðskiptavinum
Þýðingar.is er ný þjónusta sem byggð er á traustum grunni

Textaskrif

Textaskrif snúast – eins og orðið gefur til kynna – um að skrifa texta fyrir tiltekinn markhóp. Áður en byrjað er á textanum er mikilvægt að textasmiðurinn geri sér ekki aðeins grein fyrir því hverjir munu lesa textann heldur einnig því hvaða skilaboðum viðskiptavinurinn vill koma á framfæri og hvernig. Má textinn vera flókinn eða á hann að vera einfaldur og auðlesinn? Hvar er ætlunin að birta textann? Á hann að innihalda tiltekin leitarorð með tilliti til leitarvélabestunar? Sama hver svörin eru við þessum spurningum er starfsfólk Þýðingar.is í stakk búið að sinna textaskrifum af öllu tagi.

Viðskiptavinir Þýðingar.is

Yfirlestur

Þýðingar.is tekur að sér yfirlestur á texta, hvort heldur sem um frumtexta er að ræða eða þýðingu úr öðru tungumáli. Yfirlestur hentar fyrir:

  • Efni sem skrifað er innan fyrirtækis
  • Efni sem skrifað er af einstaklingi sem ekki hefur tungumál textans sem móðurmál
  • Efni sem þýtt er af óreyndum þýðanda eða mörgum þýðendum
  • Efni sem ætlað er til birtingar
Þýðingar.is | Trúnaður

Vélþýðing

Þar sem gæði vélþýdds texta eru aldrei sambærileg við texta sem þýddur er af þýðanda hentar slíkur texti helst fyrir texta þar sem notandinn þarf rétt að átta sig á merkingu hans. Stundum borgar sig hins vegar að vélþýða texta og lesa hann svo yfir, t.d. þegar textinn er ætlaður fáeinum innan fyrirtækis til að nota í stuttan tíma. Vélþýðingar henta m.a. fyrir:

  • Tölvupóstsamskipti
  • Innri stoðgögn fyrir lítinn hóp

Ertu ekki viss um hvaða þjónustu þig vantar? Ekkert mál, sendu okkur einfaldlega línu á [email protected]

Við erum á Laugavegi 11

Þýðingar.is eru með höfuðstöðvar sínar á Laugavegi 11, 101 Reykjavík.

Skoða á korti