Þýðingar.is býður upp á yfirlestur texta á mismunandi tungumálum. Yfirlesarar fyrirtækisins leiðrétta mál og innsláttarvillur, tryggja samræmi innan textans og lagfæra stílhnökra.
Yfirlestur er eilítið frábrugðinn prófarkalestri að því leyti að yfirlesari hefur aðeins frjálsari hendur með það hverju hann breytir. Á meðan prófarkalesari einblínir á fullkomna málfræði kann yfirlesari að breyta texta lítillega, t.d. til að bæta stíl eða innra samræmi hans. Að sjálfsögðu breyta yfirlesarar aldrei texta þannig að merking hans glatist.
Afar mikilvægt er að það sé ekki höfundur eða þýðandi sem les yfir lokaútgáfu textans. Það er nefnilega sama hversu góðir yfirlesarar eru, allir eiga það til að verða blindir á eigin texta. Yfirlestur er sérstaklega mikilvægur þegar efni er samið innan fyrirtækis, þegar það er samið af einstaklingum sem ekki hafa tungumál textans sem móðurmál og þegar texti er þýddur af mörgum mismunandi þýðendum.
Það sem við bjóðum upp á
Gæði
Allir yfirlesarar okkar hafa áralanga reynslu af yfirlestri texta á mismunandi sviðum. Einnig notum við sértækar orðabækur og orðalista, auk gæðaprófunar í lokin til að tryggja þér bestu útkomuna.
Tími
Við skoðum alltaf texta fyrir yfirlestur til að áætla tímann sem yfirlesturinn tekur, til að tryggja að þú fáir textann í hendur á réttum tíma.