Oftast er leitað til löggiltra skjalaþýðenda þegar þýða þarf samninga eða vottorð (svo sem fæðingar- eða hjúskaparvottorð), eða þegar leggja þarf þýðinguna fram fyrir dómstólum. Löggiltir skjalaþýðendur eru opinberir sýslunarmenn og eru sem slíkir bundnir þagnarskyldu.

Á Íslandi eru starfandi löggiltir skjalaþýðendur sem þýða á eða af íslensku og 19 öðrum málum. Þegar þýða þarf texta af tungumáli þar sem enginn löggiltur skjalaþýðandi er til staðar til að þýða á eða af íslensku er til staðar þarf því að þýða textann á ensku og svo yfir á íslensku. Best er hins vegar að athuga hvort það nægi að leggja fram löggiltan enskan texta. Einnig er vert að athuga hvort sú stofnun sem gefur út frumtextann geti gefið hann út á ensku, sem svo er hægt að þýða yfir á íslensku.

Stundum bjóða íslenskar stofnanir upp á útgáfu texta á ensku auk íslensku, sér í lagi þegar um formfastar upplýsingar er að ræða. Í þeim tilfellum þar sem nauðsynlegt er að þýða texta af íslensku yfir á annað tungumál þar sem enginn löggiltur skjalaþýðandi er til staðar er þess vegna gott að byrja á því að athuga hvort stofnunin sem gefur út textann geti gefið hann út á ensku.