Við erum sérfræðingar í öllu því sem viðkemur texta. Í yfir áratug höfum við þýtt og lesið yfir texta fyrir hátt í þúsund fyrirtæki og stofnanir. Verkin sem við höfum tekið að okkur hafa verið næstum því jafn ólík og þau hafa verið mörg. Fjöldi stærri og smærri fyrirtækja innanlands og erlendis hefur árum saman treyst okkur fyrir þýðingum á ýmsum sviðum, svo sem í lyfjaiðnaði, tækni, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu.
Nánar um þjónustu okkar
Veldu þjónustu
Gæði, traust og fagmennska
Gæðin í fyrirrúmi
Mörg hundruð ánægðir viðskiptavinir treysta á þjónustu okkar á hverju ári. Við lítum svo á að hlutverki okkar sé ekki lokið fyrr en viðskiptavinurinn er ánægður með þann texta sem hann fær í hendur.
Stundvís skil
Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að hlutirnir séu tilbúnir á réttum tíma. Í verkáætlunum okkar er ætíð gert ráð fyrir að verkinu sé skilað á sem allra stystum tíma en þó þannig að það uppfylli ströngustu gæðakröfur.
Gæðastaðlar
Þýðingar.is fylgir EN 15038 gæðastaðlinum sem er sérstaklega skrifaður fyrir þýðingastofur til að tryggja samræmi í gæðum.