Öll samskipti, hvort heldur er við viðskiptavini eða innanhúss, fara fram á öruggum netþjónum sem eru staðsettir á Íslandi og öryggisafrit er tekið reglulega af öllum gögnum í fimm ár. Allar þýðingar fara fram í lokuðu þýðingaforriti (nema ef beðið er um annað). Öllum skjölum og samskiptum er umsvifalaust eytt fari viðskiptavinir fram á það.
Persónuvernd
Persónuvernd viðskiptavina okkar er okkur afar mikilvæg. Af þeim sökum fylgjum við öllum reglum og tilmælum um gagnavernd, þar á meðal reglugerð ESB um persónuvernd („almenna persónuverndarreglugerðin“), sem og öllum gildandi staðbundnum lögum.
Vistun gagna
Við geymum öll tilboð til viðskiptavina í 1 ár frá tilboðsdegi og samskipti við viðskiptavini vegna verka í fimm ár. Öllum samskiptum við viðskiptavini og gögnum sem þeir senda er eytt sé farið fram á það.
Frekari upplýsingar?
Ef þú vilt vita meira um það hvernig við tryggjum öryggi gagna þinna og fyrirtækisins þíns skaltu senda okkur póst á þýðingar@þýðingar.is og við munum svara þér við fyrsta tækifæri.