Persónuverndarstefna
Þýðingar.is er skuldbundið til að vernda friðhelgi einkalífsins og meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu fyrirtækisins, sem og í samræmi við skyldur fyrirtækisins sem falla undir núgildandi íslensk persónuverndarlög um vinnslu gagna og reglugerð ESB um meðferð persónuupplýsinga frá 2018.
Tilgangur
Þýðingar.is leggur mikla áherslu á rétta og sanngjarna meðhöndlun persónuupplýsinga í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
Þessi stefna er ætluð viðskiptavinum, starfsfólki og verktökum til að tryggja að viðkomandi aðilar geri sér grein fyrir skuldbindingum Þýðingar.is við meðhöndlun persónuupplýsinga þar sem þess er þörf fyrir starfsemi fyrirtækisins. Allt starfsfólk Þýðingar.is og verktakar hafa skuldbundið sig til að fylgja persónuverndarstefnu Þýðingar.is í öllum sínum störfum fyrir fyrirtækið.
Þýðingar.is er íslensk þýðingastofa sem býður upp á þýðingar, staðfæringu, prófarkalestur og orðabækur fyrir viðskiptavini um allan heim á og af mörgum tungumálum, með aðaláherslu á og af íslensku. Aðsetur Þýðingar.is er á Suðurlandsbraut 22.
Þýðingar.is er því ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. viðkvæmra upplýsinga á eftirfarandi sviðum:
- Þýðingar.is geymir og vinnur úr efni til þýðinga sem kann að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar, þ.m.t. um einstaklinga
- Þýðingar.is geymir persónuupplýsingar um eigið starfsfólk og þau sem sækja um starf hjá Þýðingar.is
- Þýðingar.is kann að geyma og vinna úr upplýsingum um verktaka fyrirtækisins, þ.m.t. einstaklinga og starfsfólk annarra þýðingastofa
- Þýðingar.is kann að geyma og vinna úr upplýsingum um starfsfólk viðskiptavina sinna
Yfirferð persónuverndarstefnu
Þýðingar.is endurskoðar persónuverndarstefnu sína árlega og leggur mikla áherslu á uppfærslu hennar ef upp koma vafamál, í því markmiði að bæta hana.
Meðal þeirra atriða sem farið er yfir eru:
- Skilmálar fyrirtækisins
- Innri öryggisstefna
- Almennir samningar við verktaka
- Öryggisstefna vegna verktaka
- Ráðningarferli
- Handbók starfsfólks
Varðveisla gagna
Þýðingar.is tryggir að persónuupplýsingar séu ekki vistaðar lengur en sem tilteknu gagnavistunartímabili nemur.
Rétturinn til að gleymast eða að persónuupplýsingum sé eytt
Einstaklingar og fyrirtæki hafa rétt til að láta eyða upplýsingum sínum. Sá réttur er þó ekki altækur. Þýðingar.is mun svara öllum réttmætum beiðnum innan 1 mánaðar frá því að þær berast, án endurgjalds. Þýðingar.is mun staðfesta réttmæti allra beiðna og í kjölfarið eyða persónuupplýsingum sem fyrirtækið vistar eða eru vistaðar hjá þriðja aðila. Ef vistun persónuupplýsinga er nauðsynleg til að Þýðingar.is geti uppfyllt samningsbundnar skyldur sínar er upplýsingum ekki eytt.